- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fleiri smit og fýluferð til Sarajevó

Bilal Suman landsliðsþjálfari Bosníu í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekkert verður af því að landslið Bosníu og Austurríkis mætist á morgun í undankeppni EM 2022. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, frestaði leiknum um ótiltekinn tíma nú síðdegis eftir að upp komst um fleiri smit í herbúðum landsliðs Bosníu.

Landslið Austurríkis fór þar með í fýluferð til Sarajevo. Það fyrsta sem beið leikmanna og þjálfara við komuna þangað var tilkynning frá EHF um að leiknum hafi verið frestað. Austurríski hópuinn dvelur í Sarajevo í nótt. Allir fóru í skimun við komuna eins og skylt er við komu til Bosníu. Patrick Fölser, íþróttastjóri austurríska handknattleikssambandsins, segist reikna með að hópurinn fari til baka á morgun. Alltént hafi tekist að bóka flug í fyrramálið.

Kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn hjá landsliði Bosníu. Bilal Suman, landsliðsþjálfari gat aðeins teflt fram 11 leikmönnum gegn þýska landsliðinu í Düsseldorf á fimmmtudaginn. EHF synjaði honum um frestun á leiknum.

Við heimkomu frá Þýskalandi var liðið skimað og kom þá upp úr dúrnum að nokkrir ellefumenninganna eru með veiruna. Fyrir eru á annan tug leikmanna á lista hjá Suman þjálfara sem eru annað hvort með veiruna eða eru meiddir.

EHF sá ekki aðra leið færa en fresta leiknum. Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn landsliðsins eru ýmist í einangrun eða sóttkví eftir komuna frá Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -