- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flestir horfa á leiki karlalandsliðsins

Allir voru kátir yfir neikvæðum niðurstöðum síðdegis. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Útsendingar frá kappleikjum karlalandsliðsins í handknattleik var vinsælasta íþróttaefni RÚV þriðja árið í röð. Flestir fylgdust með upphafsleik íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Egyptalandi í janúar eftir því sem fram kemur í frétt rúv.is. Meðaláhorf á leik Íslands og Portúgals mældist 34,4% og uppsafnað áhorf var 51,1%.

Þrjár vinsælustu beinu útsendingar RÚV frá landsleikjum voru frá leikjum íslenska landsliðsins á HM. Á eftir fyrrgreindum leik við Portúgal koma viðureignir við Alsír í riðlakeppninni og Noreg í millriðlakeppni mótsins sem var um leið síðasti leikur íslenska liðsins í mótinu 24. janúar.


Athyglisvert er að sjá að þrátt fyrir vinsældir karlalandsliðsins þá mælist uppsafnað áhorf á leikina lægra nú en t.d. frá mótunum 2019 og 2020. Virðist það reyndar eiga almennt við áhorf frá beinum útsendingum og er ekki bundið við leiki þessa eina landsliðs.

Íslenska landsliðið tekur þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði. Eins og á HM í fyrra mætir íslenska landsliðið því portúgalska í fyrsta leik 14. janúar. Tveimur dögum síðar verður andstæðingurinn landslið Hollands, sem er undir stjórn Eyjamannsins Erlings Richardssonar. Síðasti leikur riðlakeppninnar verður við Ungverja 18. janúar. Framhaldið ræðst af úrslitum leikjanna þriggja en lið tveggja þjóða halda áfram í milliriðlakeppnina en tvö halda heim hinn 19. janúar.

Hér má lesa frétt ruv.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -