Sandra Erlingsdóttir skoraði fimm mörk í sigurleik EH Aalborg í gær. Mynd/ÍBV

Sandra Erlingsdóttir og samherjar í EH Aalborg unnu 14 marka sigur á Gudme HK í dönsku B-deildinni í handknattleik á heimavelli í dag í upphafsumferð deildarinnar, lokatölur 32:18. Álaborgar-liðið er talið vera sterkasta lið deildarinnar og sýndi það í dag að eitthvað er til í þeim vangaveltum.

Aðeins munaði fjórum mörkum á liðunum í hálfleik, 13:9. Í síðari hálfleik fengu Fjónbúarnir heldur betur að finna til tevatnsins og var leikurinn nánast einstefna af hálfu Söndru og félaga.

Sandra lék á miðjunni í sóknarleik EH Aalborg gegn 5/1 vörn leikmanna Gudme. Hún skoraði eitt mark. Þá lék hún í stöðu bakvarðar í vörninni, eftir því sem handbolti.is heyrði hjá glöggum manni sem fylgdist grannt með leiknum.

Sandra gekk til liðs við EH Aalborg í sumar eftir að hafa leikið með Val í tvö ár og þar áður með ÍBV en Sandra er ættuð úr Vestmannaeyjum, dóttir Erlings Richardssonar og Vigdísar Sigurðardóttir.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Vængirnir höfðu lítið upp í krafsinu á Selfossi

Ungmennalið Selfoss vann í kvöld annan leik sinn er þeir lögðu Vægni Júpíters í Hleðsluhöllinni á Selfossi, 29:21, eftir að hafa verið...

Víkingar gerðu strandhögg í Dalhúsum

Víkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu eina taplausa liði Grill 66-deildar karla í handknattleik, Fjölni, í kvöld í Dalhúsum í Grafarvogi,...

Kría gerði usla í Kórnum

Leikmenn Kríu gerðu heldur betur usla í toppbaráttu Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu HK, 25:23, á heimavelli...
- Auglýsing -