Fóru með annað stigið heim frá Eyjum

Ída Margrét Stefánsdóttir var markahæst hjá Gróttu í kvöld. Mynd/Grótta

Kvennalið Gróttu varð af stigi í toppbaráttu Grill66-deildarinnar í kvöld þegar liðið krækti aðeins í annað stigið í heimsókn sinni til ungmennaliðs ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld, 25:25. Grótta var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11.


Seltirningar eru í fjórða sæti, sex stigum á eftir efstu liðum deildarinnar, ÍR og Selfoss, að loknum 11 umferðum. FH er í þriðja sæti stigi fyrir ofan Gróttu og á auk þess leik til góða.


Hið unga lið ÍBV er með sjö stig í níunda sæti af 11 liðum sem eru í Grill66-deildinni.

Mörk ÍBV U.: Sara Sif Jónsdóttir 6, Þóra Björg Stefánsdóttir 5, Aníta Björk Valgeirsdóttir 4, Sara Dröfn Richardsdóttir 3, Bríet Ómarsdóttir 3, Amelía Dís Einarsdóttir 3, Ingibjörg Olsen 1.

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Rut Bernódusdóttir 5, Valgerður Helga Ísaksdóttir 4, Guðrún Þorláksdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Dagný Lára Ragnarsdóttir 2, Jónína Líf Gísladóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -