- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fóru með bæðin stigin heim af Nesinu

Leikmenn ÍBV fagna eftir sigurinn á Gróttu í Hertzhöllinni í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Leikmenn ÍBV voru ekki að lengi að jafna sig eftir tapið fyrir Selfossi á heimavelli á föstudaginn. Alltént var það ekki að sjá í kvöld þegar þeir unnu öruggan sigur á Gróttu í upphafsleik 18. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Leikmenn ÍBV kvöddu Nesið með bæði stigin í farteskinu eftir fjögurra marka sigur, 32:28.


ÍBV er þar með eitt liða í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig, er stigi fyrir ofan Selfoss sem er í fjórða sæti en síðarnefnda liðið á leik til góða gegn Val í Hleðsluhöllinni annað kvöld. Grótta er sem fyrr í 10. sæti með 12 stig.


Eftir jafnan fyrri hálfleik í Hertzhöllinni í kvöld náðu leikmenn ÍBV að ljúka hálfleiknum með tveggja marka forskoti, 16:14. Fljótlega í síðari hálfleik kom munurinn á liðunum betur í ljós. ÍBV hélt öruggu forskoti og þegar tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn fimm mörk, 28:23. Þennan mun náðu Gróttumenn aldrei að vinna upp.

Satoru Goto að skora eitt sex marka sinna í kvöld fyrir Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Talsvert munaði um að Grótta fékk litla markvörslu að þessu sinni meðan að Björn Viðar Björnsson stóð vaktinu með prýði hjá ÍBV. Eyjamaðurinn Daníel Örn Griffin og hornamaðurinn Satoru Goto voru atkvæðamiklir hjá Gróttuliðinu eins og Birgir Steinn Jónsson en alltaf kveður hressilega að honum í leikjum liðsins. Daníel Örn var ekki aðeins með sex mörk heldur lét hann til sín taka í vörninni og var með 11 stöðvanir.

Staðan í Olísdeild karla.

Auk Björns Viðars var Hákon Daði Styrmisson öflugur hjá ÍBV eins og Theodór Sigurbjörnsson og Arnór Viðarsson sem var öflugur á báðum helmingum vallarins.

Gunnar Dan Hlynsson og Daníel Örn Griffin, leikmenn Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Mörk Gróttu: Daníel Örn Griffin 6, Satoru Goto 6, Birgir Steinn Jónsson 6, Andri Þór Helgason 5/3, Gunnar Dan Hlynsson 3, Ólafur Brim Stefánsson 1, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 6, 18,2% – Daníel Andri Valtýsson 1, 20%.
Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 7/3, Theodór Sigurbjörnsson 6, Sigtryggur Daði Rúnarsson 5, Arnór Viðarsson 3, Dagur Arnarsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Fannar Þór Friðgeirsson 2, Róbert Sigurðarson 1, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Sveinn Jose Rivera 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 15, 34,9%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Dagur Arnarsso, leikmaður ÍBV, sækir að marki Gróttu. Einhver hefur tekið hressilega í treyjuna hjá Degi. Mynd/Eyjólfur Garðarsson.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -