Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði sex mörk fyrir Volda í dag. Mynd/Volda Handbold

Íslendingaliðið Volda tapaði í kvöld á heimavelli í toppslagnum við Follo í norsku B-deildinni í handknattleik, 27:22, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 15:11.
„Við fórum illa með færin okkar gegn sterku liði Follo,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari Volda við handbolta.is í kvöld. Halldóri til aðstoðar við þjálfun liðsins er Hilmar Guðlaugsson.


„Við vorum á eftir allan leikinn. Okkur tókst einu sinni að minnka muninn í þrjú mörk í seinni hálfleik. Nær komumst við ekki,“ sagði Halldór Stefán ennfremur en lið hans er í fjórða sæti með 15 stig að loknum 12 leikjum, fimm stigum á eftir Follo þegar tíu umferðir eru eftir.


Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði sex mörk fyrir Volda í kvöld, öll úr vítaköstum.


Volda leikur á ný á sunnudaginn. Sækir þá lið Ålgård heim. Ålgård-liðið situr í sjötta sæti.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Fjölnir tyllti sér aftur á toppinn

Fjölnismenn gefa toppsæti Grill 66-deild karla í handknattleik ekki eftir enda voru þeir búnir að sitja í efsta sæti deildarinnar þegar leikir...

Örn Ingi mætti til leiks og Víkingur vann með níu

Víkingar koma öflugir til leiks aftur eftir þriggja og hálfs mánaðar hlé á keppni í Grill 66-deildinni í handknattleik karla. Þeir tóku...

HK byrjaði vel eftir langt hlé

HK hóf keppni í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Vængjum Júpíters í Dalhúsum í Grafarvogi, 29:18,...
- Auglýsing -