- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frábært tækifæri fyrir meistaranema með áhuga á handbolta

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég tel að hér sé á ferðinni frábært tækifæri fyrir fólk sem hefur áhuga á að sækja meistaranámsstöðu í íþróttafræðum og tengja við handboltann. Í þessu gefst afar góður möguleiki á að vinna með okkar efnilegasta íþróttafólki,“ segir Sveinn Þorgeirsson, sérfræðingur við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík.


Staðan er kostuð af Háskólanum í Reykjavík og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) og mun nemandinn ekki greiða skólagjöld meðan á námstíma stendur. Umsóknarfrestur er til 20. maí og hefur nemandi nám strax á haustönn, samkvæmt skóladagatali, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík.

„Við höfum verið með öfluga nemendur í meistaranámi um nokkurra ára skeið. Þetta er spennandi verkefni þar sem mikið er lagt upp úr mælingum, vinnu á vettvangi og því að deila niðurstöðum með öðrum og velta vöngum,“ segir Sveinn ennfremur.


Í tilkynningur HR og HSÍ segir ennfremur:

„Skuldbindingar nemanda eru eftirfarandi:
Nemandi skuldbindur sig til að gera meistaraverkefni sem tengist líkamlegri getu leikmanna karlalandsliða Íslands í handbolta.


Nemandi skrifar lokaritgerð í nánu samstarfi við leiðbeinanda (akademískan starfsmann HR), þjálfarateymi landsliða og HSÍ.


Nemandi skuldbindur sig jafnframt til þess að kynna niðurstöður meistaraverkefnisins samkvæmt óskum HSÍ.


Nemandi skuldbindur sig til þess að sjá um mælingar á landsliðum karla í handbolta í nánu samstarfi við þjálfarateymi landsliðanna og kennara íþróttafræðideildar HR á meðan námstíma stendur.


HSÍ og þjálfarateymi landsliða geta óskað eftir því að nemandi sjái um ráðgjöf er varðar líkamlega þjálfun fyrir leikmenn karlalandsliða Íslands. Slík ráðgjöf yrði alltaf í nánu samstarfi við þjálfarateymi og undir handleiðslu kennara íþróttafræðideildar HR.


Nemandi leitast eftir því að vinna eins mörg verkefni á námstíma og mögulegt er í tengslum við landsliðsmenn í handknattleik og veita þjálfarateymi aðgang að verkefnum sínum. Dæmi um slíkt væri að gera frammistöðugreiningu á A-landsliðið karla í námskeiðinu Frammistöðugreining í íþróttum.


Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á tölvupósti til:
hafrunkr@ru.is og sveinntho@ru.is.“

Aths ritstjóra: Þetta er ekki keypt kynning en þess ber þó að geta að Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur stutt við bakið á handbolta.is með kaupum á auglýsingum á síðunni frá því að hún fór í loftið 3. september 2020.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -