- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar lögðu meistarana og eru ósigraðir í Úlfarsárdal

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson leikmaður Fram. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Fram varð fyrst liða til þess að vinna Íslands- og bikarmeistara Vals í Olísdeild karla á tímabilinu. Það átti sér stað í kvöld í hinu glæsilega íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal, lokatölur, 37:34. Staðan í hálfleik var 20:14 fyrir Framara sem voru með yfirhöndina nánast frá upphafi til enda.


Karlalið Fram er þar með ennþá taplaust á nýja heimavellinum eftir þrjár viðureignir þar, gegn Selfossi, Aftureldingu og Val.
Sigurinn var fyllilega sanngjarn. Framliðið var sterkara lengst af. Sóknarleikurinn var góður enda ekki á hverjum degi sem Valur fær á sig 37 mörk í leik. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson fór á kostum og skoraði 10 mörk í 16 tilraunum. Fleiri lögðu svo sannarlega í púkkið um lengri eða skemmri tíma.


Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og minnkuðu forskot Fram niður í tvö mörk. Það var hinsvegar ekki fyrr en hallaði verulega á síðari hálfleik sem meisturunum tókst að minnka muninn í eitt mark, síðast 31:30. Fram svaraði þá með fjórum mörkum og innsiglaði sætan sigur sem undirstrikar að Framliðið er til alls líklegt á tímabilinu.


Svo virtist sem spennufall hafi orðið hjá Valsmönnum í kvöld. Liðið var ekki sjálfu sér líkt. Tapaði boltanum oft og virtist vanta liðsheildina.


Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 10, Luka Vukiceivc 5, Marko Coric 5, Ívar Logi Styrmisson 3, Alexander Már Egan 3, Reynir Þór Stefánsson 3/1, Arnar Snær Magnússon 2, Kjartan Þór Júlíusson 1, Stefán Darri Þórsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1, Stefán Orri Arnalds 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 11/1, 33,3% – Arnór Máni Daðason 1, 12,5%.

Mörk Vals: Agnar Smári Jónsson 6, Róbert Aron Hostert 6, Benedikt Gunnar Óskarsson 6, Finnur Ingi Stefánsson 5, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Arnór Snær Óskarsson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Stiven Tobar Valencia 1, Vignir Stefánsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, 32% – Sakao Motoki 7/1, 28%.

Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -