- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar eru ekki af baki dottnir

Einar Jónsson, þjálfari Fram mátti bíta í það súra epli að tapa í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Leikmenn Fram eru ekki af baki dottnir í Olísdeild karla þótt staða liðsins sé ekki eins og best verður á kosið. Framarar léttu ekki raunum FH-inga þegar lið þeirra mættust í Safamýri í kvöld. Breki Dagsson tryggði Fram annað stigið, 24:24, þegar hann jafnaði metin úr síðasta skoti leiksins.


FH-ingar eru þar með áfram í fjórða sæti deildarinnar þótt þeir hafi með einu stigi jafnað metin við ÍBV þegar tveimur umferðum er ólokið í Olísdeildinni.

Fram er með 15 stig í tíunda sæti, og virðast leikmenn ekki alveg vera tilbúnir að gefa Gróttu eftir níunda sætið átakalaust. Gróttumenn ætla sér hinsvegar örugglega meira en níunda sætið þegar það áttunda er í sigtinu.


FH var sex mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 15:9. En eins og oft hefur sannast þá er kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Leikmenn Fram bitu hressilega frá sér í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var góður í síðari hálfleik og góð staða FH-inga lenti öll í skrúfunni.


Sem fyrr segir skoraði Breki jöfnunarmarkið í lokin eftir að Rógvi Dal Christiansen vann vítakast. Nokkrum sekúndum áður hafði skot Ásbjörns Friðrikssonar, FH-ings, geigað sem gaf Fram tækifæri til að eiga síðustu sóknina.


Mörk Fram: Breki Dagsson 7/4, Stefán Orri Arnalds 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Kjartan Þór Júlíusson 3, Rógi Dal Christiansen 2, Stefán Darri Þórsson 1, Magnús Öder EInarsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 10, 29,4%.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8/3, Leonharð Þorgeir Harðarson 5, Birgir Már Birgisson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Einar Örn Sindrason 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1, Ágúst Birgisson 1.
Varin skot: Phil Döhler 13/2, 37,1%.


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -