Framlengir dvölina hjá Fjölni

Elvar Otri Hjálmarsson t.v. ásamt Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, varaformanni handknattleiksdeildar Fjölnis. Mynd/Fjölnir

Elvar Otri Hjálmarsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Fjölnis til næstu tveggja ára.


Elvar Otri sem fæddur er árið 2000 er uppalinn Fjölnismaður og spilar sem leikstjórnandi. Hann var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili með 86 mörk í 18 leikjum í Grill66-deildinni.


„Það gleður okkur að tilkynna að einn af lykilmönnum síðasta tímabils ætli sér að vera áfram næstu tvö árin í Grafarvoginum,“ segir m.a. í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fjölnis.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -