- Auglýsing -
- Auglýsing -

Franskur landsliðsmaður stunginn með hníf á nýársnótt

Ráðist var á Elohim Prandi á nýársnótt. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ráðist var á franska landsliðsmanninn og leikmann PSG, Elohim Prandi, í París á nýarsnótt. Hann var stunginn með hnífi nokkrum sinnum, eftir því sem félagslið hans greinir frá í tilkynningu í dag.

Prandi var færður á sjúkahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Eftir því sem næst verður komist er hann ekki í lífshættu.

Ekki hefur verið greint frá því hvar árásin átti sér stað né hver eða hverjir voru að verki.

Prandi hefur leikið með PSG frá árinu 2020. Hann er 23 ára gamall og var í landsliði Frakka sem vann gull á Ólympíuleikunum í Tókíó í sumar sem leið og er í leikmannahópnum sem valinn var nokkru fyrir jól til þess að taka þátt í Evrópumeistaramótinu sem hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu um miðjan þennan mánuð.

Prandi er fjórði leikmaður franska landsliðshópsins sem ljóst er að verður ekki með á EM. Hinir eru Timothey N`Guessan, Luka Karabatic og Nedim Remili. Þeir eru úr leik vegna meiðsla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -