Aron Pálmarsson leikmaður Spánarmeistara Barcelona. Mynd/Barcelona

Fresta varð viðureign Bidasoa Irun og Barcelona, sem Aron Pálmarsson leikur með, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í dag en leikurinn átti að fara fram á heimavelli Bidasoa í Baskahéraði Spánar. Ástæða frestunarinnar mun vera útbreiðsla kórónuveirunnar sem hefur leikið marga grátt víða um Spán og virðist fremur vera í vexti en hitt á nýjan leik víða um landið.

Af þessum sökum hefur nokkrum leikjum deildarinnar verið frestað síðustu vikur auk þess sem seinkun var á að keppni hæfist í deildinni í byrjun september.

Einn samherji Arons, Casper Mortensen, er í einangrun eftir að hafa greinst smitaður um miðja vikuna og tók þar af leiðandi ekki þátt í viðureign Barcelona og Zagreb í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöld.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Fleiri breytingar á landsliðinu

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur orðið að gera þriðju breytinguna á landsliðshópnum sem mætir Litháen í undankeppni EM2022 í...

Handboltinn okkar: Hafnarfjarðarþema

Hafnarfjarðarþema er í þætti dagsins hjá strákunum í Handboltinn okkar en þeir fengu Aron Kristjánsson þjálfara karlaliðs Hauka og Ásbjörn Friðriksson...

Fimm liðsfélagar smitaðir

Upp hefur komið smit meðal samherja Arons Dags Pálssonar handknattleiksmanns hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Alingsås. Þar af leiðandi hefur leik Alingsås og Aranäs...
- Auglýsing -