Ekkert verður úr því að Nora Mörk og samherjar í Vipers mæti Rostov Don í Mestaradeildinni í kvöld. Mynd/EPA

Það glíma fleiri handboltamenn við kórónuveiruna þessa dagana en þeir sem hyggjast taka þátt eða skipuleggja heimsmeistaramótið í handknattleik karla í Egyptalandi. Í hádeginu var stórleik sem fram átti að fara í Kristiansand í Noregi í Meistaradeild kvenna í kvöld slegið á frest um ótiltekinn tíma.


Noregsmeistarar Vipers Kristiansand og rússneska meistaraliðið Rostov-Don áttu að leiða saman hesta sína. Smit greindist á hjá rússneska liðinu við komuna til Noregs í gærkvöld. Niðurstaðan lá fyrir í morgun.

Rússneski hópurinn er þar með kominn í sóttkví og einangrun í Noregi, allt eftir hvort smit greindist eða ekki. Þeir smituðu eru í einangrun en ósmitaðir eru í sóttkví þar til þeir fá grænt ljós frá norskum heilbrigðisyfirvöldum til þess að halda heim á leið. Þeir smituðu sitja fastir eitthvað lengur.

Leikur liðanna átti að fara fram í haust en var einnig frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Fjölnir tyllti sér aftur á toppinn

Fjölnismenn gefa toppsæti Grill 66-deild karla í handknattleik ekki eftir enda voru þeir búnir að sitja í efsta sæti deildarinnar þegar leikir...

Örn Ingi mætti til leiks og Víkingur vann með níu

Víkingar koma öflugir til leiks aftur eftir þriggja og hálfs mánaðar hlé á keppni í Grill 66-deildinni í handknattleik karla. Þeir tóku...

HK byrjaði vel eftir langt hlé

HK hóf keppni í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Vængjum Júpíters í Dalhúsum í Grafarvogi, 29:18,...
- Auglýsing -