- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frestað og leikið í skugga covid19

Katrin Klujber og samherjar í FTC-Rail Cargo eiga harma að hefna gegn Bietigheim. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna heldur áfram um helgina þegar að 2.umferð í riðlakeppninni fer fram í dag og á morgun. Í A-riðli tekur Esbjerg á móti CSM Búkaresti en þau lið unnu bæði sína leiki í 1.umferðinni, Rostov-Don tekur á móti Krim og franska liðið Metz tekur á móti Bietigheim en bæði liðin eru stigalaus í riðlinum.

Í B-riðli mun Györ gera tilraun til þess að bæta við enn einum leiknum í metið þegar þær taka á móti Podravka en þær ungversku hafa ekki tapað leik síðan í janúar 2018. Nýliðar CSKA fá erfitt verkefni í þessari umferð þegar þær fara í heimsókn til Buducnost.

Valeca tekur á móti danska liðinu Odense en um tíma var útlit fyrir að þeim leik yrði frestað þar sem 2 leikmenn ásamt aðstoðarþjálfara rúmenska liðsins greindust með Covid19 fjótlega eftir komuna til Rúmeníu eftir leikinn gegn Brest í síðustu umferð. Rúmenska liðið hefur ekki æft saman eftir að þetta kom upp og verður því forvitnilegt að fylgjast með hvernig þeim mun ganga í þessum leik.

Leik Vipers og FTC hefur hins vegar verið frestað þar sem 2 leikmenn ungverska liðsins voru greindir jákvæðir fyrir Covid veirunni við komuna til Noregs og því var ákveðið að setja þessa leikmenn í einangrun og restin af liðinu þarf að fara í sóttkví samkvæmt norskum reglum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, mun gefa út nýjan leiktíma í samráði við félögin.

Leikir helgarinnar:

B-riðill:

Laugardagur 19. sept | kl.14.00 | Györi – Podravka

Laugardagur 19. sept | kl.14.00 | Valcea – Odense

Laugardagur 19. sept | kl.16.00 | Buducnost – CSKA

A-riðill:

Laugardagur 19. sept | kl.14.00 | Rostov-Don – Krim

Sunnudagur 20. sept | kl.12.00 | Esbjerg – CSM Bucaresti

Sunnudagur 20. sept | kl.12.00 | Metz – Bietigheim

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -