Fyrirliðinn heldur kyrru fyrir hjá Gróttu

Andri Þór Helgason t.v. og Arnkell Bergmann Arnkelsson varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu handsala samninginn. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Andri Þór Helgason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Andri hefur verið fyrirliði meistaraflokks Gróttu undanfarin tvö tímabilin og skorað 210 mörk á þessum tímabilum


Andri Þór Helgason er fæddur árið 1994 og leikur í vinstra horninu. Hann kom til Gróttu vorið 2020 frá Stjörnunni en hann hefur einnig leikið með Fram og HK í efstu deild.


Það ríkir mikil ánægja í herbúðum Gróttu með að Andri verði áfram hjá liðinu enda einn albesti hornamaður Olísdeildarinnar fyrir utan að leitun er að öruggari vítaskyttu.


„Arnar og Maks eru búnir að smíða saman hörkulið í Gróttu og það er frábært að fá að vera partur af því verkefni. Það er mikill metnaður á Nesinu og vilja allir sem koma að liðinu ná lengra og taka næsta skref. Umgjörðin er góð úti á Nesi og það eru algjör forréttindi að fá að vera fyrirliði í svona skemmtilegum og metnaðarfullum hópi,“ er haft eftir Andra Þór í tilkyningu frá Gróttu.

Næsta keppnistímabil verður það þriðja í röð hjá Gróttu í Olísdeild karla.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -