- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrirliðinn tryggði dramatískan sigur – úrslit og markaskor kvöldsins

Andri Þór Helgason skoraði níu mörk fyrir Gróttu gegn sínu gamla félagi, HK. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Einar Ingi Hrafnsson, fyrirliði, tryggði Aftureldingu dramatískan sigur á Selfossi á Varmá í kvöld, 32:31, í fyrsta leik Aftureldingarliðsins í Olísdeildinni í rúma tvo mánuði. Aftureldingarmenn voru í mestu vandræðum lengst af á heimavelli í kvöld. Þeir sóttu mjög í sig veðrið síðasta stundarfjórðunginn sem lauk með sigurmarki Einars Inga á síðustu sekúndu leiksins. Hann náði þá frákasti á línunni eftir að Vilius Rasimas hafði varið skot Þorsteins Leó Gunnarssonar. Um leið og boltinn kom í mark Selfoss var leiktíminn úti.

Óttast að Árni Bragi hafi meiðst alvarlega

Selfoss var með þriggja marka forskot, 15:12, í hálfleik og náði mest fimm marka forskoti í síðari hálfleik, síðast 24:19, þegar 17 mínútur voru til leiksloka.
Afturelding varð fyrir áfalli 12 og hálfri mínútu fyrir leikslok þegar Árni Bragi Eyjólfsson meiddist á öxl. Virtist vera um alvarleg meiðsli, jafnvel að hann hafi farið úr axlarlið.

Mikilvægur sigur Gróttumanna


Grótta vann mikilvægan sigur í kjallarabaráttu deildarinnar er þeir lögðu HK-inga með fimm marka mun, 30:25, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 13:12. Gróttuliðið var sterkara á lokakafla leiksins á sama tíma og vopnin snerust í höndum HK-inga sem náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Fram á dögunum. Grótta er þar með sex stigum á undan HK í þriðja neðsta sæti. HK er áfram næst neðst.

Einar Baldvin Baldvinsson og Hannes Grimm, leikmenn Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Valur sterkari í síðari eftir kaflaskipti

Valur vann öruggan sigur á Fram í Safamýri með sjö marka mun, 32:25. Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik. Valur komst yfir, 10:4, þegar 14 mínútur voru liðnar af leiktímanum. Fram sneri þá við taflinu og var marki yfir í hálfleik, 14:13. Valsmenn voru sterkari í síðari hálfleik. Framarar fengu ekki við neitt ráðið hvorki í vörn né sókn.


Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í marki Vals. Hann varði 16 skot, þar af þrjú vítaköst. Fleiri Valsmenn léku afar vel eins og þeir bræður Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir. Stiven Tobar Valencia sýndi allar sínar bestu hliðar og skoraði sjö mörk í jafn mörgum tilraunum.


Fram – Valur 25:32 (14:13).
Mörk Fram: Rógvi Dahl Christiansen 4, Stefán Darri Þórsson 4, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 3, Vilhelm Poulsen 3, Þorvaldur Tryggvason 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 1/1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 7/2, 20,6% – Arnór Máni Daðason 0.
Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 9/2, Stiven Tobar Valencia 7, Magnús Óli Magnússon 6, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Róbert Aron Hostert 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/3, 43,2%.

Grótta – HK 30:25 (12:13).
Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 9/7, Birgir Steinn Jónsson 7, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 5, Ágúst Emil Grétarsson 4, Ólafur Brim Stefánsson 3, Akimasa Abe 1, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 13/1, 35,1% – Ísak Arnar Kolbeinsson 0.
Mörk HK: Einar Pétur Pétursson 6/5, Kristján Ottó Hjálmsson 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 4, Sigurður Jefferson Guarino 2, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 12, 30% – Sigurður Örn Arnarsson 0.

Afturelding – Selfoss 32:31 (12:15).
Mörk Aftureldingar: Birkir Benediktsson 7, Blær Hinriksson 5/3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Sveinn Andri Sveinsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Bergvin Þór Gíslason 1, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 1.
Varin skot: Björgvin Franz Björgvinsson 6, 28,6%, Davíð Svansson 1, 6,3%.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 9/4, Guðjón Baldur Ómarsson 8, Hergeir Grímsson 6, Ísak Gústafsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 8/1, 22,9%, Sölvi Ólafsson 0.

Öll tölfræði úr leikjum kvöldsins er hjá HBStatz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

Fylgst var með öllum leikjum kvöldsins hér heima á leikjavakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -