- Auglýsing -

Fyrst og fremst verið að svara ákalli hreyfingarinnar

Mynd/ J.L.Long

„Fyrst og fremst var um að ræða ákall hreyfingarinnar um þessar breytingar sem gerðar voru,“ sagði Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í dag þegar handbolti.is leitaði viðbragða hjá sambandinu við gagnrýni sem Birkir Guðsteinsson þjálfari 5. og 6. flokks hjá Fjölni setti fram í aðsendri grein á handbolti.is í fyrradag.


Birkir sagði m.a. í grein sinni ekki skilja að 4. flokkur kvenna ætti að æfa og leika með stærð eitt af bolta í stað bolta númer tvö.

„Fram kom mjög eindregið ákall frá aðildarfélögum HSÍ um að boltar í yngri flokkum, þá sérstaklega kvennaflokka, væru minnkaðir. Boltarnir þóttu of stórir. Stelpurnar ættu erfitt með að ná góðu valdi á boltanum og ná réttri tækni við að kasta boltanum, hvort heldur sín á milli eða að marki. Var það samþykkt á mjög eindreginn hátt á formannafundi sem er æðsta stjórnvald HSÍ á milli ársþinga um að minnka boltana.

Úr varð að svara þessu ákalli varðandi kvennaflokkana en halda óbreyttum stærðum boltans í karlaflokkum, að minnsta kosti í bili meðan nánari athugun fer fram,“ sagði Róbert Geir sem sagði umræðuni hafa ítrekað komið upp á formannafundum.

Minni boltar hjá grannþjóðum

„Við könnuðum málið hjá grannþjóðum okkar á Norðurlöndum. Þá kom í ljós að við vorum æfa með mun stærri bolta en þær þjóðir sem við leituðum til. Við gengum þó ekki svo langt að fara niður í þær stærðir sem notaðar eru þar heldur fórum milliveg á milli þeirra stærða sem við vorum í og þeirra sem meðal annars eru notaðar meðal stúlkna á Norðurlöndunum.


Markmiðið með þessum breytingum er að auka gæði á æfingum og í leikjum hjá stelpunum,“ sagði Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í dag.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -