- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsta nýja liðið í fimm ár

Leikmenn Harðar og fylgifiskar eftir sigurinn á Torfnesi í gærkvöld. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Hörður á Ísafirði verður fyrsta nýja liðið í fimm ár, ef svo má að orði komast, sem tekur sæti í efstu deild karla þegar keppni hefst í Olísdeildinni í september. Á þetta bendir áhugasamur lesandi í skeyti í til handbolta.is í dag.


Með nýju liði er átt við lið sem hefur ekki áður leikið í efstu deild Íslandsmótsins í handknattleik karla.


Fyrir fimm árum komst Fjölnir í fyrsta sinn upp í efstu deild karla. Síðan hafa flust á milli deildanna lið félaga sem áður hafa þar átt sæti.


Þegar Fjölnir tók sæti í Olísdeildinni 2017 voru liðin 23 ár frá því að lið sem ekki hafði áður öðlast sæti í efstu deild var með. Mun það hafa verið lið ÍH eftir því sem næst verður komist. Því miður er harla erfitt að leita að upplýsingum sem þessum þar sem gagnagrunnar eru af skornum skammti og minni manna síður en svo óbrigðult eins og mörg dæmi sanna.


Hitt mun vera alveg víst að Vestfirðingar hafa ekki átt fyrr lið í efstu deild karla í handknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -