- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti leikur Andreu í 13 mánuði

Andrea Jacobsen handknattleikskona hjá Kristianstad í Svíþjóð. Mynd/Kristianstad Handboll
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Andrea Jacobsen lék sinn fyrsta handboltaleik í 13 mánuði í kvöld með liði sínu Kristianstad í Svíþjóð þegar liðið vann Önnereds í sænsku úrvalsdeildinni og það á útivelli með tíu marka mun, 30:20.

Andrea sleit krossband í hné í febrúar í fyrra og hefur unnið hörðum höndum við að ná fyrri styrk. Hún var á skýrslu í tveimur síðustu leikjum en kom ekkert við sögu fyrr en í kvöld þegar hún hitaði upp með samherjum sínum og tók síðan þátt í leiknum af fullum krafti. Andrea skoraði þrjú mörk í fimm skotum.

Þetta var næst síðasti leikur Kristianstad í deildinni. Liðið er nú í fimmta sæti og með 20 stig eftir 21 leik. Kristianstad mætir efsta liði deildarinnar, Skuru IK í lokaumferðinni á heimavelli á þriðjudagskvöld. Að deildarkeppninni lokinni tekur við úrslitakeppni átta efstu liðanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -