Fyrsti leikurinn í Hamri verður við Svía

Róbert Gunnarsson t.v. og Einar Andri Einarsson eru þjálfarar U20 ára landsliðs karla. Mynd/HSÍ

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, mætir sænsku úrvalsliði í fyrstu umferð á fjögurra liða æfingamóti í Hamri í Noregi.


Mótið hefst á morgun og lýkur á fimmtudaginn og leika allir við alla. Mótið er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir ­þátttöku í Evrópumótinu sem hefst í Porto 7. júlí.

Auk landsliða Íslands og Svíþjóðar tekur norska landsliðið vitanlega þátt auk danska landsliðsins en Arnór Atlason er þjálfari þess.


Leikjadagskrá mótsins í Hamri er að finna hér. Á heimsíðu HSÍ segir að streymt verði frá leikjunum á eftirfarandi slóð:

https://scandinavianopen.livearenasports.com/en


Þrjú af liðunum stefna á þátttöku á EM.


Íslenska landsliðið hélt út til Noregs í gær ásamt þjálfurunum, Einari Andra Einarssyni og Róberti Gunnarssyni, auk annarra aðstoðarmanna.
Íslenska hópinn er að finna í fréttinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -