Fyrsti sigurinn í höfn hjá Bjarna Ófeigi

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend

Allt fór eins og vonast var til hjá Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og samherjum í IFK Skövde í kvöld þegar þeir mættu Hammarby í fyrsta umferð átta liða úrslita sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Skövde vann á heimavelli með tveggja marka mun, 30:28, og hefur þar með einn vinning. Vinna þarf þrjá leiki til þess að vinna sér inn þátttökurétt í undanúrslitum.


Bjarni Ófeigur kom inn í lið Skövde í kvöld eftir að hafa setið yfir í lokaumferð deildarkeppninnar í síðustu viku. Hann skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu.


Skövde-liðið var með þriggja marka forskot, 18:15, þegar fyrri hálfleikur var að baki. Leikmenn Hammarby voru ekki tilbúnir að gefa sinn hlut eftir átakalaust og tíu mínútum fyrir leikslok var aðeins eins marks munur, 26:25, Skövde í vil og nokkru síðar var staðan jöfn, 27:27. Bjarni Ófeigur skoraði mikilvæg mörk á allra síðustu mínútum sem nægði til að ríða baggamuninn fyrir Skövde.
Næsti leikur liðanna verður í Eriksdalshallen í Stokkhólmi á föstudaginn.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -