- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gæti dregist að æfingar hefjist aftur innandyra

Afturelding fær Gróttu í heimsókn á Varmá í dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Gunnar Magnússon, þjálfari karlaliðs Aftureldingar, segist ekki vera mjög bjartsýnn á að geta verið með æfingar í sal á næstunni eins og ástandið er í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. Þess vegna muni áfram reyna mjög á þjálfara og leikmenn að sinna vel þeim æfingum sem hægt er að gera til að viðhalda líkamlegu og andlegu atgervi.

Þegar hægt verður að komast af stað aftur verður væntanlega þétt leikið auk þess sem keppnistímabilið mun dragast inn í sumarið til þess þó að hægt verði að dreifa álaginu á bærilegan hátt. Staðan er einfaldlega sú að það er farið að styttast til áramóta og nær allt Íslandsmótið er óleikið ennþá. Það mun taka sinn tíma að koma leikmönnum almennilega af stað til þess að leika á ný eftir að opnað verður fyrir æfinga.

Handbolti.is sendi Gunnari eins og fleiri þjálfurum í Olís,- og Grill 66-deildum nokkrar spurningar. Gunnar svaraði þeim greiðlega og má sjá svör hans hér að neðan.

Fengu frí í síðustu viku

Hvernig hefur gengið að halda leikmönnum við efnið síðustu vikur?

„Leikmenn fengu smá pásu í síðustu viku en við erum þessa vikuna með tvær styrktaræfingar þar sem við erum saman á netinu. Flestir leikmenn hjá okkur hafa aðgang að hjóli og við reynum að nýta þau eins og við getum. Ég sé fram á að næstu vikur verða eitthvað svipaðar þangað til að við komumst inn í hús.“

Nýttist þessi rúma vika innanhúss eitthvað að ráði?

„Já, klárlega, það munar mjög mikið um að komast inn og getað kastað boltanum eitthvað. Ég vona svo sannarlega að við komumst sem fyrst aftur inn því það munar miklu fyrir okkur að geta æft í sal þótt að það sé án snertinga.

Mikil ábyrgð hjá þjálfurum

Hvernig horfir þú til næstu vikna sem þjálfari?

„Persónulega sé ég fram á frekar rólegar vikur því ég er ekki mjög bjartsýnn að við fáum að fara í sal strax. Maður reynir að halda stákunum við efnið og við verðum áfram með einhverjar æfingar á netinu og svo eru þeir með prógröm frá okkur. Þetta ástand er mjög erfitt fyrir okkur þjálfarana því ábyrgðin er mjög mikil á leikmönnum. Svo þegar við komumst í gang verður væntanlega nóg að gera enda 17 leikir eftir í deildinni + bikar.“

Framhaldið er óljóst

Er eitthvað hægt að velta framhaldinu fyrir í sér í deildarkeppninni meðan óljóst er hvenær verður hægt að hefja æfingar af einhverjum krafti?

„Ég held að það sé vonlaust að spá í framhaldinu á meðan staðan er svona óljós hvenær við megum fara að æfa aftur. Ég held að það sé nokkuð ljóst að tímabilið mun lengjast hjá okkur og það verður keyrt nokkuð þétt í allan vetur þegar við komumst í gang.“ 

Vonar það besta

Heldur þú að svo geti farið að ekki verði leikið aftur í Olísdeild fyrr en eftir áramótin?

„Vonandi en við þurfum þá að fara að komast inn í húsin fljótlega því það mun taka sinn tíma að koma leikmönnum aftur í gang. Ég get samt ekki sagt að ég sé neitt svakalega bjartsýnn að það takist en ég vona það svo sannarlega.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -