- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gamla stórveldið hékk með naumindum uppi

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Gamla stórveldið, Großwallstadt, bjargaði sér á elleftu stundu frá falli í 3. deild í dag með með sigri á Bietigheim, 27:23, í lokaumferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Liðsmenn Ferndorf verða að bíta í eldsúra eplið og fylgja EHV Aue og TV Emsdetten niður.


Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, hefur fyrir löngu unnið deildina. Gummersbach vann Coburg, 29:27, á heimavelli í dag og fékk sigurlaunin afhent í leikslok. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú af mörkum Gummersbach í lokaleiknum. Tumi Steinn Rúnarsson skoraði einnig þrjú mörk fyrir Coburg sem hafnaði í 11. sæti deildarinnar af 20.


Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar í kveðjuleik sínum fyrir EHV Aue er liði gerði jafntefli við Dessau-Roßlauer HV, 26:26, á útivelli. Sveinbjörn Pétursson fór mikinn í marki Aue og varði 13 skot, þar af þrjú vítaköst. Hann var með 38% markvörslu. Færeyingurinn Áki Egilsnes sem gerði það gott með KA um árabil skoraði þrjú mörk fyrir Aue-liðið sem leikur í 3. deild á næstu leiktíð.


TV Emsdetten kvaddi deildina með tapi á heimavelli eftir viðureign við Eulen Ludwigshafen, 30:29. Anton Rúnarsson skoraði sex mörk fyrir Emsdetten og átti fjórar stoðsendingar. Örn Vésteinsson Östenberg skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar.


Lokastaðan í 2. deild:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -