- Auglýsing -
- Auglýsing -

Geggjað, alveg frábært

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður. Mynd/EHF
- Auglýsing -

„Þetta er geggjað, alveg frábært,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins og brosti út að eyrum eftir frábæran sigur íslenska liðsins á Serbum í undankeppni EM í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag, 23:21. Elín Jóna átti stórleik í markinu, varði 12 skot, þar af tvö vítaköst.


„Við komumst strax í snertingu við leikinn og náðum frumkvæðinu og héldum því nánast til enda að undanskildum slæmum kafla sem kom í nokkrar mínútur í síðari hálfleik. Við létum hann ekki slá okkur út af laginu. Hugsunin var bara að vinna næstu vörn eða næstu sókn. Halda yfirvegun eins og Arnar þjálfari hefur svo oft minnst á við okkur,“ sagði Elín Jóna.


„Það er ekki síst mikilvægt fyrir okkur að sýna fram á að við getum unnið sterkari þjóðir ef erum þolinmóðar og höldum okkar striki. Sjálfstraustið eykst. Nú skiptir öllum máli að halda einbeitingu fyrir næstu verkefni og halda þannig áfram að bæta okkur jafnt og þétt. Sigurtilfinningin er góð. Við tökum hana með inn í næsta leik,“ sagði Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins eftir stórleikinn á Ásvöllum í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -