- Auglýsing -
- Auglýsing -

Geggjað mark á mikilvægum tímapunkti

Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði sex mörk og var markahæst í liði KA/Þórs í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við unnum þetta á liðsheildinni,“ sagði Rakel Sara Elvarsdóttir, markahæsti leikmaður KA/Þórs í samtali við handbolta.is í Vestmannaeyjum í kvöld eftir að KA/Þór knúði fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍBV, 24:21, í Vestmannaeyjum. Rakel Sara skoraði sex mörk, þar af hið mikilvæga 22. mark innan við tveimur mínútum fyrir leikslok þegar ÍBV hafði tekist með mikilli baráttu að jafna metin.

„Þetta var geggjað mark á mikilvægum tímapunkti. Ég var mjög ánægð með það,” sagði Rakel Sara og gerði ekki of mikið úr marki sínu.

Hún sagði ÍBV-liðið vera sterkt. Það gefist aldrei upp þrátt fyrir að staðan geti verið slæm. Það hafi sýnt sig að þessu sinni. „Við náðum að vinna okkur í gegnum vandann á liðsheildinni,“ sagði Rakel Sara ennfremur.

Framundan er oddaleikur á laugardaginn en til þess komu leikmenn ÍBV, til að krækja í hann. „Ég reikna bara með meiru spennu á laugardaginn. Við verðum að mæta með fullan fókus í leikinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Rakel Sara ennfremur sem var bæði himinsæl með sigurinn og stuðning fjölskyldunnar sem mætti á leikinn.

„Það munar öllu að hafa fjölskylduna við hliðarlínuna, pabbi, mamma, systir mín, afi og fleiri. Allir eru að styðja mig,“ sagði Rakel Sara Elvarsdóttir en faðir hennar var í trommusveitinni sem handbolti.is fjallaði um fyrr í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -