- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Gerði eins vel og ég gat“

Sveinn Jóhannsson t.v. í vörn í leiknum við Litáaen á fimmtudaginn. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Ég gerði mig sekan um nokkur mistök hér og þar en yfirhöfuð held ég að frammistaða mín hafi verið góð. Ég gerði eins vel og ég gat,“ sagði Sveinn Jóhannsson sem var í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu í dag gegn Ísraelsmönnum í undankeppni EM í handknattleik karla í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Hann skorað fimm mörk, lék á línunni í sókninni og var í burðarhlutverki í vörninni í tíu marka sigri íslenska liðsins, 39:29.


Sveinn, sem lék í dag sinn 12. landsleik, var með í fyrri leiknum í Ísrael á þriðjudaginn og á móti Litháen á fimmtudagskvöldið. Voru þetta hans fyrstu landsleikir síðan á EM 2020 í Svíþjóð í ársbyrjun í fyrra.


„Það verður að kom í ljós hvort frammistaðan dugir til þess að ég verði valinn í næstu verkefni. Guðmundur [Guðmundsson] velur liðið hverju sinni,“ sagði Sveinn spurður hvort hann vonaðist til að hafa gert nóg til þess að vera inn í myndinni þegar landsliðið kemur saman næst í haust eða í byrjun vetrar.


„Ég var í stóru hlutverki í dag og fékk einnig nokkuð stórt hlutverk í leiknum gegn Litáum á fimmtudagskvöld. Þótt sá leikur hafi tapast fannst mér margt ganga vel hjá mér í þeirri viðureign. Mitt markmið er að gera mitt besta í hverjum leik og svo kemur það í ljós með tímanum hvort það dugir næst eða ekki. Markmiðið er vissulega að vera alltaf í landsliðinu. Metnaður minn stendur til þess. Ég er að taka mín fyrstu skref á þessari braut,“ sagði Sveinn sem fer rakleitt út til Danmerkur og verður í eldlínunni með liðinu sínu, SönderjyskE, á fimmtudagskvöld gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni og félögum í GOG.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -