- Auglýsing -
- Auglýsing -

Getur varla beðið eftir næsta leik

Valsarinn Magnús Óli Magnússon lék einstaklega vel, jafnt í vörn sem sókn í gærkvöld gegn ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Svona verður framhaldið enda um tvö skemmtileg lið að ræða sem gefa aldrei þumlung eftir,“ sagði Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals í samtali við handbolta.is í eftir sigur Vals, 31:30, á ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í Origohöllinni í gærkvöld.


Valsmenn náðu þar með yfirhöndinni á ný í rimmunni, 2:1, í vinningum talið.

Koma alltaf til baka

„Spennan er mikil og stressið einnig. Það er ekkert að vera þremur, fjórum eða jafnvel fimm mörkum undir. Menn halda áfram og jafna metin,“ sagði Magnús Óli ennfremur og var eðlilega glaður í bragði og tók við hamingjuóskum með sigurinn frá vinum og kunningjum í Origohöllinni meðan handbolti.is freistaði þess að rabba stuttlega við hann.

Verður ennþá skemmtilegri

„Bæði liðin leika hratt og fyrir vikið er þetta bara bjútífúl. Þetta er bara mjög skemmtilegt og ég get varla beðið eftir næsta leik í Eyjum á laugardaginn. Ég reikna með að sá leikur verði enn skemmtilegri en þessi. Þá verður hlaupið hratt, barist og mikið skorað, tvö góð lið og allt undir. Ég hlakka til,“ sagði Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals sem skoraði fimm mörk í leiknum átti sjö sköpuð færi og tvær stoðsendingar.


Magnús Óli var maður leiksins að mati tölfræðiveitunnar HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -