- Auglýsing -
- Auglýsing -

GOG fylgir Álaborg fast eftir

Rúnar Kárason gengur til liðs við ÍBV í sumar. Mynd/Ribe Esbjerg, Andersen.dk
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, og félagar í GOG frá Fjóni halda áfram að elta meistaralið Aalborg Håndbold uppi í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. GOG vann Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg örugglega á heimavelli, 33:25, í kvöld eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 14:13.

Getumunur liðanna kom berlega í ljós í síðari hálfleik þegar GOG skoraði 20 mörk gegn 11. Ribe-Esbjerg er áfram í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftr níu leiki og líklegt að það sé nokkuð undir væntingum.

Viktor Gísli náði sér ekki á strik að þessu sinni, varði 2 skot, 14% hlutfallsmarkvarsla. Gamla brýnið Sören Haagen var vel með á nótunum þegar hann leysti Viktor Gísla af í markinu.

Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í sjö skotum fyrir Ribe-Esbjerg og átti auk þess tvær stoðsendingar. Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvisvar úr fjórum skotum og átti eina stoðsendingu. Daníel Þór Ingason skoraði einu sinni. Hann var fastur fyrir í vörninni sem fyrr og mátti gera sér að góðu að vera vísað í tvígang af leikvelli í tvær mínútur í hvort skiptið.

Aðeins munar einu stigi á Aalborg og GOG eftir átta umferðir. Álaborgarliðið hefur 15 stig en GOG 14.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni.

- Auglýsing -
Fyrri frétt
Næsta frétt
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -