Japaninn, Satoru Goto sem gekk til liðs við Gróttu í sumar, er kominn með leikheimild og verður þar af leiðandi löglegur með liðinu í næsta leik þess gegn KA í KA-heimilinu í 3. umferð Olísdeildarinnar næstkomandi laugardag.
Goto kemur á láni frá japanska félaginu, Wakunaga en hann var síðast á mála hjá varaliði Rhein Necker Löwen í Þýskalandi.
Goto er 24 ára örvhentur hornamaður sem kom til landsins í lok júlí og hefur æft með Gróttuliðinu frá byrjun ágúst. Hann hefur tekið þátt í nokkrum æfingaleikjum með Gróttu en var hinsvegar ekki kominn með leikheimild í fyrstu tveimur leikjum Gróttu á tímabilinu, gegn Haukum og Stjörnunni.
Saturo Goto má nú glæðast búningi Gróttu og leika með liðinu í Olísdeildinni. Mynd/Grótta