- Auglýsing -

Grétar Ari stóð fyrir sínu

Grétar Ari Guðjónsson markvörður Nice. Mynd/Cavigal Nice Handball

Grétar Ari Guðjónsson var með liðlega 37% markvörslu þegar lið hans Nice lagði Strasbourg, 23:18, í fremur hægum leik í frönsku 2. deildinni í gærkvöld. Með sigrinum færðist Nice upp í sjötta sæti deildarinnar með átta stig eftir sjö leiki. Ivry, sem féll úr 1. deildinni í vor, er efst með 12 stig.


Grétar Ari varði 10 skot í leiknum sem Nice hafði örugga stjórn á frá upphafi til enda. Meðal annars var sex marka munur á liðunum að loknum fyrri hálfelik, 14:8.


Grétar Ari er að hefja sitt annað keppnistímabil með Nice en hann var einn fremsti markvörður 2. deildar á síðustu leiktíð. Hann hefur byrjað nýtt tímabil af sama krafti og hann lauk því síðasta.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -