- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grillað og sungið langt fram á nótt

Díana Dögg Magnúsdóttir t.v. ásamt samherja sínum í Zwickau-liðinu með verðlaunagripinn fyrir deildarmeistaratitilinn í 2. deild. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

„Við skemmtun okkur mjög vel. Byrjað með miklu fjöri eftir leikinn í Berlín en svo fórum við af stað áleiðis heim þar sem var grillað og sungið langt fram á nótt,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður BSV Sachsen Zwickau við handbolta.is en lið hennar vann þýsku 2. deildina á dögunum og fékk sigurlaun sín afhent eftir lokaleikinn um liðna helgi. Leikurinn, sem var við næst efsta liðið Füchse Berlin, tapaðist en það hafði ekki áhrif á þá staðreynd að BSV Sachsen Zwickau vann deildina með glæsibrag.

Um aldarfjórðungur er liðin síðan BSV Sachsen Zwickau átti síðast lið í efstu deild kvenna. Þar af leiðandi ríkir mikil hamingja innan félagsins með þann frábæra árangur sem liðið hefur náð.

Díana Dögg gekk til liðs við BSV Sachsen Zwickau á síðasta sumri og hefur eflst af styrk og getu allt tímabilið en hún leggur stund á framhaldsnám í verkfræði samhliða handboltanum, eins og komið hefur framhjá handbolta.is. Nú tekur við minna álag við æfingar þangað til undirbúningur fyrir keppnistímabili hefst í byrjun júlí.


„Það ríkir mikil tilhlökkun að fara spila í efstu deild á næsta tímabili. Það verður krefjandi,“ sagði Díana ennfremur en eins og oft vill verða þá getur það tekið tíma fyrir nýliða að festa rætur í efstu deildinni enda er þýska 1. deildin ein af þeim öflugri í Evrópu.

Díana Dögg heldur ótrauð áfram með liðinu. Hún segir nokkrar breytingar standa fyrir dyrum. Tveir leikmenn Zwickau-liðsins ætla að rifa seglin og tveir sem sem róa á önnur mið. Reyndur markvörður gerði nýverið samning við liðið og segir Díana Dögg að von sé á að minnsta kosti tveimur leikmönnum til viðbótar.


Díana Dögg skoraði 64 mörk í leikjum Zwickau á leiktíðinni, 2,6 að jafnaði í leik og var með 56% skotnýtingu. Hún tók eitt vítakast sem rataði rétt leið í markið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -