- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta fær liðsstyrk frá Val fyrir átökin framundan

Ída Margrét Stefánsdóttir var markahæst hjá Gróttu í kvöld. Mynd/Grótta
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Gróttu hefur náð samkomulagi við Handknattleiksdeild Vals um lán á Ídu Margréti Stefánsdóttur til Gróttu út keppnistímabilið. Ída Margrét er 19 ára gömul og leikur sem vinstri skytta.

Ída Margrét hefur bæði leikið í Grill 66-deild kvenna með Val U og í Olísdeildinni með Val í vetur. Hún hefur skorað 66 mörk með Val U og fjögur mörk fyrir Val í Olísdeildinni. Ída er öflugur sóknarleikmaður en er líka frábær varnarmaður. Hún var valin besti varnarmaður Grill 66-deildarinnar í fyrra.

Að sögn Kára Garðarssonar þjálfara Gróttuliðsins er Ída mikill fengur fyrir Gróttu sem er í mikilli baráttu um sæti í umspili Grill 66-deildarinnar. „Ída er fjölhæfur leikmaður sem eykur breidd okkar í skyttustöðunni og varnarlega. Auk þess er hún mikill karakter sem gaman verður að fá í hópinn og vinna með,“ er haft eftir hinum þrautreynda þjálfara Gróttu, Kára Garðarssyni, í tilkynningu frá félaginu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -