- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta staðfestir ráðningu Róberts og brotthvarf Arnars Daða

Róbert Gunnarsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Gróttu sendi frá sér tilkynningu í kvöld um að Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik hafi verið ráðinn þjálfari karlaliðs félagsins. Tekur hann við af Arnari Daða Arnarssyni og Maksim Akbackev. Þar með hefur frétt handbolta.is frá í dag þess efnis að Arnar Daði hafi látið af störfum verið staðfest. Reyndar hafði Arnar Daði sjálfur greint frá því á Facebook að hann hafi látið af störfum. Gerði hann það í framhaldi af fyrrgreindri frétt handbolti.is sem sögð var samkvæmt heimildum.


Davíð Örn Hlöðversson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Gróttu og mun starfa með Róberti. Davíð hefur lengi komið að þjálfun hjá Gróttu en síðast var hann annar þjálfara meistaraflokks kvenna.


Róbert er einn þekktasti handknattleiksmaður Íslands á síðustu 20 árum. Starfið hjá Gróttu er hans fyrsta með meistaraflokkslið karla. Róbert lék með landsliðinu í nærri tvo áratugi og vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á EM í Austurríki 2010 með landsliðinu. Hann lék meðal annars með Gummersbach, Rhein Neckar Löwen og PSG á farsælum atvinnumannsferli.


Róbert er fæddur árið 1980 og flutti á Seltjarnarnes síðastliðið sumar frá Danmörku. Hann þjálfaði í ungliðaakademíu Århus og þjálfarateymi aðalliðsins. Hann er núverandi landsliðsþjálfari U20 ára landsliðsins ásamt Einari Andra Einarssyni.

Þakkað óeigingjarnt starf

„Arnari Daða og Maksim er þakkað mikið og óeigingjarnt starf í þágu Gróttu undanfarin ár en Arnar Daði kom til félagsins sumarið 2019 og stýrði meistaraflokki í þrjú ár. Maksim kom til Gróttu vorið 2020 og hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðan þá. Saman hafa þeir náð eftirtektarverðum árangri með Gróttuliðið síðustu tímabil en hársbreidd vantaði að liðið kæmist í úrslitakeppnina í vor,“ segir í m.a. í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -