- Auglýsing -

Guðjón Valur og Elliði Snær á sigurbraut

Elliði Snær Viðarsson fagnaði góðum sigri með Gummersbach í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Gummersbach, liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, heldur efsta sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik karla eftir baráttusigur á Eintracht Hagen á heimavelli í kvöld, 30:26, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12. Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki mark í kvöld en tók vel á því í vörninni að vanda.


Gummersbach er með 32 stig eftir 21 leik og er tveimur stigum á undan Nordhorn sem situr í öðru sæti. Hüttenberg, Hamm og Hagen er skammt á eftir og eiga tvö fyrrnefndu liðin tvo leiki hvort inni á Gummersbach.


Tumi Steinn Rúnarsson fagnaði sigri með Coburg í Íslendingaslag í þýsku 2. deildinni í kvöld. Tumi og félagar unnu Emsdetten, 29:27, á útivelli. Anton Rúnarsson skoraði fimm mörk og átt fjórar stoðsendingar fyrir Emsdetten sem var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:12. Nýjasti liðsmaður Emsdetten, Örn Vésteinsson Östenberg skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu.


Coburg færðist upp í 12. sæti deildarinnar með sigrinum em TV Emsdetten er í basli í 17. sæti og verða leikmenn að bíta í skjaldarrendur ef þeir ætla ekki að sogast nær falli úr deildinni.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -