- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur og Arnar Freyr fögnuðu sigri í Göppingen

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, gefur leikmönnum sínum skipanir. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Eftir tap fyrir botnliði Coburg í síðasta leik sínum í þýsku 1. deildinni þá bitu lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar hjá MT Melsungen frá sér í dag þegar þeir mættu til Göppingen og unnu með sjö marka mun, 30:23. Melsungen var með talsverða yfirburði í leiknum frá upphafi og höfðu m.a. átta marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 20:12.

Janus Daði Smárason skoraði eitt mark í þremur skotum fyrir Göppingen og átti fjórar stoðsendingar.

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður og leikmaður MT Melsungen. Mynd/MT Melsungen

Arnar Freyr Arnarsson lék með Melsungen en skoraði ekki mark. Julius Kühn og Kai Häfner skoruðu átta mörk hvor fyrir Melsungen, Nemanja Zelenovic var markahæstur hjá Göppingen með sex mörk.

Öruggt hjá Gísla og Ómari

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu þrjú mörk hvor þegar Magdeburg vann Nordhorn, 28:20, á heimavelli. Ómar Ingi átti þrjár stoðsendingar og Gísli Þorgeir tvær. Þeir félagar áttu fjögur markskot hvor.
Ómar Ingi skoraði eitt af mörkum sínum úr vítakasti. Lukas Mertens og Moritz Peruss voru markahæstir hjá Magdeburg með sex og fjögur mörk. Pavel Mickal skoraði fjögur mörk fyrir Nordhorn. Robert Weber sem er í harðri keppni við Viggó Kristjánsson um toppsæti markaskoraralistans gerði aðeins tvö mörk að þessu sinni en hann leikur með Nordhorn. Viggó heldur þar með efsta sætinu með 101 mark.

Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk, bæði úr vítaköstum, þegar lið hans, Balingen-Weilstetten, tapaði á heimavelli fyrir Füchse Berlin, 28:19.

Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 21(12), Rhein-Neckar Löwen 21(13), Kiel 20(11), F.Berlin 19(12), Leipzig 17(13), Magdeburg 16(12), Göppingen 15(14), Lemgo 15(14), Stuttgart 15(14), HSG Wetzlar 14(14), Melsungen 13(10), Erlangen 13(14), Bergischer 12(13), Hannover-Burgdorf 12(13), GWD Minden 8(11), Balingen-Weilstetten 7(14), Nordhonr 6(14), Essen 5(11), Ludwigshafen 5(14), Coburg 2(13).

Fyrr í dag mættust Rhein-Neckar Löwen og Bergischer. Upplýsingar um þann leik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -