Gunnar lengir dvölina um þrjú ár

Gunnar Kristinn heldur sínu striki áfram með Aftureldingu. Mynd/Raggi Óla

Baráttujaxlinn Gunnar Kristinn Þórsson Malmquist hefur skrifað undir nýjan þrigga ára samning við Aftureldingu eftir því sem félagið greinir frá í morgun.Gunnar kom til liðs við Aftureldingu sumarið 2014 frá Val og hefur síðan verið helsta driffjöður liðsins, jafnt í vörn sem sókn, ómissandi maður jafnt utan vallar sem innan enda ófeiminn við að taka að sér þau hlutverk sem hann er beðinn um af þjálfara. Óhætt er að sega að Gunnar hafi tekið að sér allar stöður á leikvellinum að markinu undanskildu.

Gunnar hefur varla misst úr leik á þeim átta árum sem hann hefur leikið með Aftureldingarliðinu.„Sannarlega ánægjulegt að hafa gengið frá samningum við Gunnar þar sem hann er mikill félagsmaður og baráttujaxl. Gunnar hefur verið stór hluti af Aftureldingu síðan hann kom til félagsins og því mikið ánægjuefni að svo verði áfram,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Aftureldingar.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -