- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar Steinn gengur til liðs við Stjörnuna

Gunnar Steinn Jónsson klæðist búningi Stjörnunnar á næstu leiktíð. Mynd/FB-síða Stjörnunnar
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Stjörnuna í sumar og flytja heim til Íslands eftir 12 ár í atvinnumennsku í Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi.  Stjarnan greindi frá þessum fregnum fyrir stundu.

Samhliða því að leika með Stjörnunni verður Gunnar Steinn aðstoðaþjálfari meistaraflokks karla og kemur þar með inn í þjálfarateymi Patreks Jóhannessonar þar sem fyrir eru Einar Hólmgeirsson og Stephen Nielsen.

Skömmu eftir áramótin flutti Gunnar Steinn sig um set og gekk til liðs við Göppingen í Þýskalandi frá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Gunnari Steinn hljóp í skarðið hjá Göppingen sem Janus Daði Smárason, landsliðsmaður, skildi eftir sig þegar hann fór í aðgerð á öxl í byrjun febrúar.  Samningur Gunnars Steins við Göppingen var aðeins til loka yfirstandandi leiktíðar.

Gunnar Steinn á 42 landsleiki að baki og var á dögunum valin í landsliðið eftir nokkurra ára fjarveru. Hann tók þátt í EM 2014 og HM 2015 og 2017 með íslenska landsliðinu.

„Eftir 12 ár á Evróputúr með fjölskylduna þá tókum við nú ákvörðun að halda heim á klakann góða. Patrekur og stjórn Stjörnunnar heilluðu mig með því verkefni sem þeir hafa hrint af stað í Garðabænum og verður spennandi að taka þátt í því,” er m.a. haft eftir Gunnari Steini í tilkynningu sem Stjarnan sendi frá sér vegna komu hans til félagsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -