- Auglýsing -
- Auglýsing -

Györ, Vipers og Esbjerg áfram í undanúrslit

epa09932063 Players of Gyor celebrate after winning the women's Champions League quarter final, second leg handball match between Gyori Audi ETO KC and Brest Bretagne in Gyor, Hungary, 07 May 2022. EPA-EFE/Csaba Krizsan HUNGARY OUT
- Auglýsing -

Síðari leikirnir í 8-liða úrslitum í Meistaradeild kvenna fóru fram um helgina. Augu flestra beindust að leik Györ og Brest á laugardaginn en liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum.  Leikurinn náði hins vegar aldrei að verða spennandi þar sem að ungverska stórliðið sýndi hvers vegna það er talið  það besta um þessar mundir.  Þær ungversku náðu snemma forystu og í hálfleik var staðan 20-12 og þær unnu svo að lokum þrettán marka sigur, 35-22.



Evrópumeistarar Vipers tók á móti Krim á heimavelli sínum þar sem að heimakonur unnu nokkuð auðveldan sigur, 33-24, eru þær komnar í Final4 þriðja árið í röð. Er það í fyrsta sinn sem norsku liði tekst að komast í úrslit þrjú ár í röð. 


Lokaleikur helgarinnar var viðureign Esbjerg og CSM. Rúmenska liðið tapaði fyrri leiknum með eins marks mun, 26:25. Gestirnir voru betri í fyrri hálfleik og fóru með tveggja marka forystu, 14-12, inní búningsklefa. Síðustu 15 mínúturnar voru rúmenska liðinu erfiðar. Það nýtti danska liðið sér vel og vann þann kafla, 7-2, og náði að tryggja sér jafntefli, 27-27, og komast áfram í Final4 eftir að hafa unnið samanlagt, 53-52.

Úrslit helgarinnar

Györ 35 – 22 Brest (20-12)
Györ vann samanlagt 56-44

  • Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og komust snemma í 5-1 forystu þar sem að Stine Bredal Oftedal skoraði þrjú af þessum fimm mörkum.
  • Franski landsliðsmarkvörðurinn, Amandine Leynaud, var hreint út sagt stórkostlega í marki Györ í fyrri hálfleik og með 47% markvörslu í hálfleiknum.
  • Ungverska liðið er nú ósigrað á heimavelli í 43 leikjum í röð, 39 sigurleikir og fjögur jafntefli.
  • Brest átti erfitt uppdráttar í sóknarleik sínum að þessu sinni og tókst ekki að spila sinn hraða sóknarleik líkt og venjulega
  • Þetta er stærsti sigur Györ gegn Brest í sögunni, þremur mörkum meira en í október 2017 þegar þær sigruðu 27-17.
  • Györ er komið í Final4 í sjöunda sinn á síðustu átta árum, þar af hefur liðið staðið uppi sem  sigurvegari í fjórgang.
  • Stine Bredal Oftedal var valin maður leiksins. Hún skoraði níu mörk úr ellefu skotum.

Vipers 33 – 24 Krim (17-12)
Vipers sigraði samanlagt 65-49

  • Þrátt fyrir gott framlag frá Önu Gros stórskyttu Krim, sem skoraði helming marka liðsins í fyrri hálfleik, var  Vipers með fimm marka forystu, 17-12, í hálfleik.
  • Nora Mørk var enn á ný markahæst í liði Vipers. Hún skoraði fimm mörk. Mørk hefur skorað 96 mörk í Meistaradeildinni á keppnistímabilinu. 
  • Norska liðið mun mæta til leiks í Final4 með sjálfstraustið í botni. Vipers hefur unnið fjóra leiki í röð, þrjá gegn Krim og einn gegn Györ.
  • Vipers hefur gengið vel með Krim á leiktíðinni og unnið alla fjóra leikina.
Kampakátir liðsmenn Esbjerg taka þátt í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna. Mynd/EPA

Esbjerg 27 – 27 CSM (12-14)
Esbjerg vann samanlagt 53-52

  • Þetta er aðeins í annað skipti á tímabilinu sem danska liðið er undir í hálfleik.
  • Varnarleikur danska liðsins var frábær í seinni hálfleik og CSM náði aðeins að skora 13 mörk. 
  • Dinah Eckerle markvörður Esbjerg átti stóran þátt í því að liðið náði að snúa við taflinu í seinni hálfleik. Hún var með 45% markvörslu. 
  • Kristine Breistol, vinstri skytta Esbjerg var markahæst með níu mörk.
  • Þetta er fjórða tímabilið í röð sem CSM mistekst að komast í Final4.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -