- Auglýsing -

Halda áfram að elta Nantes

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði þrjú mörk í fimm skotum og átti auk þess tvær stoðsendingar þegar lið hans PAUC vann nýliða Saran örugglega í frönsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli í kvöld, 32:26.


Saranliðið, sem er næst neðsta sæti, hélt í við Donna og félaga í fyrri hálfleik en í þeim síðari skildu leiðir sem eðlilegt er því að PAUC er í þriðja sæti deildarinnar. Wesley Pardin, landsliðsmarkvörður Frakka, varði vel í marki PAUC, var með 39% hlutfallsmarkvörslu.


PAUC fylgir Nantes fast eftir í öðru til þriðja sæti deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum, með 23 stig hvort. PSG er sem fyrr efst og ósigrað.


Staðan í frönsku 1. deildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -