- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hallarbylting hjá danska handknattleikssambandinu

Per Bertelsen dregur í riðla á HM í Egyptlandi á síðasta hausti. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Morten Stig Christensen var í kvöld kjörinn formaður danska handknattleikssambandsins á þingi þess í Kolding. Hann tekur við af Per Bertelsen sem verið hefur formaður í áratug og unnið að margra mati kraftaverk, bæði varðandi fjármál sambandsins og eins við mótahald.

Bertelsen vann afrek þegar Danir héldu EM í desember á síðasta ári eftir að danska handknattleikssambandi fékk móti í heild í fangið þremur vikum áður en flauta átti til fyrsta leiks. Norðmenn sem áttu að vera gestgjafar ásamt Dönum gugnuðu vegna kórónuveirunnar og líkur voru á að mótið yrði fellt niður. 

Bertelsen sagði í samtali við TV2 í gær að hann væri með hnífasett í bakinu eftir undanfarnar vikur. Þess vegna hafi hann ekki átti annan kost en að víkja af stóli formanns þótt hann hafi átt eftir eitt ár að kjörtímabili sínu. Bertelsen mætti ekki á þingið í dag. Hann verður áfram fulltrúi danska handknattleikssambandsins til stjórnarkjörs hjá Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, í nóvember. Hann hefur verið formaður mótanefndar IHF síðustu fjögur ár.

Hinn nýi formaður, Morten Stig Christensen, hefur verið framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins í 14 ár. Hann var landsliðsmaður á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og lék m.a. með danska landsliðinu  á Ólympíuleikunum 1980 og 1984. Christensen á að leiða breytingar á innri starfssemi sambandsins sem mörgum forsvarsmönnum félaga í landinu þykir vera kominn tími til að gera.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -