- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halldór Harri: Hvað gerir HK í æfingabanni?

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs HK í Olísdeildinni. Mynd/HK
- Auglýsing -

Um þessar mundir mega handknattleikslið á höfuðborgarsvæðinu ekki æfa saman vegna hertra sóttvarnareglna. Hinsvegar kemur það ekki í veg fyrir að leikmenn liðanna megi æfa einir. Handbolti.is sendi nokkrum þjálfurum fjórar létta spurningar í ljósi stöðunnar. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs HK, tók við sendingunni og sendi rakleitt til baka um hæl.

Hvernig heldur þú leikmönnum við efnið nú þegar ekki má koma saman á æfingar?

Við tókum strax ákvörðun um að gera hlé á æfingum og fylgdum leiðbeiningum frá almannavörnum. Við settum upp styrktar-og hlaupaplan í samvinnu með styrktarþjálfara. Við Kristín Guðmundsdóttir, aðstoðarþjálfari, fylgjum þessum æfingum eftir með því að heyra í stelpunum hvernig gengur. Við reynum okkar besta að fylgjast vel með þeim og vera til staðar fyrir þær.
Stelpurnar stóðu sig frábærlega í vor við að halda sér við efnið og komu í góðu standi til baka. Þetta eru metnaðarfullar stelpur sem ætla sér langt og vilja vera klárar þegar við fáum leyfi til þess að æfa með bolta aftur. En við gerum okkur fyllilega grein fyrir að heilsa fólks skiptir mun
meira máli en íþróttaiðkun á meðan ástandið bæði á Íslandi og í heiminum er svona í dag.


Hefur þú áhyggjur af því að þetta hlé frá æfingum auki hættu á meiðslum þegar keppni fer af stað aftur?

Auðvitað er það ekki gott að fá þessar stóru pásur inn á milli og skiptir það miklu máli að við förum varlega þegar við byrjum aftur. Ég trúi ekki öðru en að HSÍ gefi liðunum tíma til þess að starta þessu aftur og áður en leikirnir verða settir á. Nú þurfum við þjálfarateymið að vera fagleg
og byggja leikmenn aftur upp svipað og eftir sumarfrí. Styrktarþjálfun á þessum tíma er líka mjög mikilvæg til að halda líkamanum gangandi.
En auðvitað hræðist ég að missa leikmenn í meiðsli þegar tímabilið er svona, en þá er maður líka bara meðvitaðri um stöðuna og gerir allt til að hjálpa stelpunum að forðast meiðsli.

Hefur þú leitað til sjúkraþjálfara eða annars fagfólks utan þjálfarahópsins eftir leiðbeingum/upplýsingum hvernig haga beri æfingum nú eða þá ef æfingabannið verður framlengt?

Ég er búinn að eiga nokkur símtöl við gott fólk, bæði styrktarsérfræðinga og sjúkraþjálfara um hvernig við eigum að haga okkur núna og líka þegar við byrjum aftur. Þetta er auðvitað sérstakir tímar sem við höfum ekki lent í áður og ég finn fyrir mikilli samstöðu í að gera það besta úr þessu. En það sem skiptir mestu máli núna er að fylgja öll því sem þríeykið segir og koma okkur í gegnum þessa erfiðu tíma í sameiningu þar sem hver og einn getur lagt sitt að mörkum.

Hvað þarf að líða langur tími frá því að æfingar verða heimilaðar þangað til skal byrja að spila?

Það fer svolítið eftir hversu löng biðin verður. Ef við förum aftur af stað 19. okt. þá erum við kannski að tala um 7-12 daga en ef biðin verður lengri þá kannski 2 til 3 vikur. Vonandi sem allra fyrst, við erum öll í þessu til að spila handbolta og maður finnur það hversu erfitt það er að vera
án þess þegar allt er bannað.
Maður reynir samt að nýta tímann með fjölskyldunni, við þjálfarar og leikmenn erum mikið frá á daginn og kvöldin verandi í vinnu og svo að þjálfa/æfa eftir vinnu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -