- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halldór Stefán nýtti fyrsta tækifæri til að komast á toppinn

Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari Volda í Noregi. Mynd/Volda
- Auglýsing -

Volda, liðið sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar í norsku 1. deild kvenna, komst í kvöld upp í efsta sæti með öruggum átta marka sigri á Randesund, 34:26. Leikið var í hinni glæsilegu íþróttahöll Volda Campus Sparebank1 Arena sem tekin var í gagnið síðasta vor.


Mikil kátína ríkti í keppnishöllinni í kvöld enda var þetta fyrsti leikur liðsins um langt skeið. Keppni hefur legið niðri í 1. deild í Noregi vikum saman vegna kórónuveirunnar. Á dögunum var öllum takmörkunum aflétt og þar með var flautað til leiks í deildinni.


Voldaliðið réði lögum og lofum í leiknum frá upphafi til enda og var m.a. sex mörkum yfir í hálfleik, 18:12. Katrín Tinna Jensdóttir lék ekki með Volda að þessu sinni en var liðsfélögum sínum til halds og trausts við hliðarlínuna. Hilmar Guðlaugsson var að vanda hægri hönd Halldórs Stefáns þjálfara.


Volda hefur þar með 19 stig eftir 11 leiki í efsta sæti deildarinnar. Gjerpen HK Skien er í öðru sæti með 17 stig og á leik til góða á miðvikudagskvöld. Með Gjerpen HK Skien leikur Sara Dögg Hjaltadóttir sem í fyrra var liðsmaður Volda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -