- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltafólk kemur til greina í öllum flokkum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Kjöri Íþróttamanns ársins 2021 verður lýst í kvöld í þætti sem sendur verður út í beinni útsendingu á RÚV. Útsending þáttarins hefst klukkan 19.40. Að vanda eru það Samtök íþróttafréttamanna (SÍ), sem standa fyrir kjörinu sem farið hefur fram frá árinu 1956. Handbolti.is greinir frá úrslitum kjörsins um leið og þau liggja fyrir.


Á Þorláksmessu var greint frá hvaða 10 íþróttamenn eru í efstu sætum að þessu sinni, hverjir eru þrír þeir efstu í kjöri á þjálfara ársins og hvaða þrjú lið fengu flest atkvæði í kjörinu á liði ársins. Íþróttamennirnir tíu eru í stafrófsröð:

Tíu efstu í stafrófsröð:
Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Aalborg í Danmörku.
Bjarki Már Elísson, handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi.
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni.
Kári Árnason, fótboltamaður í Víkingi R.
Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona í Stjörnunni.
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA.
Martin Hermannsson, körfuboltamaður í Valencia á Spáni.
Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður í Magdeburg í Þýskal.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handboltakona í KA/Þór.
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótboltakona í Kristianstad í Svíþjóð.

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs er eitt af þremur efstu liðunum við kjöri á liði ársins 2021.

Íslandsmeistarar KA/Þórs í handknattleik kvenna 2021. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
Þrjú efstu liðin í stafrófsröð:
Ísland, kvennalandslið í hópfimleikum.
KA/Þór, mfl. kvenna í handbolta.
Víkingur R., mfl. karla í fótbolta.

Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handknattleik kvenna er einn þriggja þjálfara sem er í efstu þremur sætunum í kjöri á þjálfara ársins 2021.

Þórir Hergeirsson fagnar þegar sigur á heimsmeistaramótinu var í höfn á dögunum. Mynd/EPA
Þrír efstu þjálfararnir í stafrófsröð:
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari meistarafl. karla hjá Víkingi í fótbolta.
Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum.
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.

Þetta er fimmta sinn sem fjórir handknattleiksmenn eru í tíu efstu sætunum í kjörinu, Aron, Bjarki Már Ómar Ingi og Rut Arnfjörð. Fyrst átti það sér stað árið 1973, síðan 1987, 2008 og 2010.

1973, röð í kjörinu innan sviga:
Geir Hallsteinsson, Göppingen, (2).
Gunnsteinn Skúlason, Val, (6).
Ólafur H. Jónsson, Val, (9).
Axel Axelsson, Fram, (9).
1987, röð í kjörinu innan sviga:
Alfreð Gíslason, Tusem Essen, (2-10).
Kristján Arason, Gummersbach, (2-10).
Kristján Sigmundsson, Víkingi, (2-10).
Þorgils Óttar Matthiesen, FH, (2-10).
2008, röð í kjörinu innan sviga:
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real (1).
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG, (2).
Guðjón Valur Sigurðsson, R-N Löwen (4).
Alexander Petersson, Flensburg, (8).
2010, röð í kjörinu innan sviga:
Alexander Petersson, Flensburg/F.Berlin, (1).
Aron Pálmarsson, THW Kiel, (4).
Arnór Atlason, AG Håndbold, (5).
Ólafur Stefánsson, R-N Löwen, (6).

Þjálfari ársins var fyrstu kjörinn af SÍ árið 2012. Þrír handknattleiksþjálfarar hafa til þessa hreppt hnossið. Þeir eru:
Alfreð Gíslason, 2012, 2013.
Dagur Sigurðsson, 2016.
Kristján Andrésson, 2018.

Handknattleikslið hefur aldrei verið valið lið ársins frá því að félagsmenn SÍ tóku upp á kjöri á liði ársins.

Íþróttamenn ársins úr handbolta:
1964 - Sigríður Sigurðardóttir.
1968 - Geir Hallsteinsson.
1971 - Hjalti Einarsson.
1989 - Alfreð Gíslason.
1997 - Geir Sveinsson.
2002 - Ólafur Stefánsson.
2003 - Ólafur Stefánsson.
2006 - Guðjón Valur Sigurðsson.
2008 - Ólafur Stefánsson.
2009 - Ólafur Stefánsson.
2010 - Alexander Petersson.
2012 - Aron Pálmarsson.

Handbolti.is á aðild að Samtökum íþróttafréttamanna og tók þátt í kjörinu í annað sinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -