Ljósmynd/Völsungur

Völsungur í samstarfi við HSÍ blæs til handboltahelgi á Húsavík um helgina. Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar og aðstoðarþjálfari A landsliðs karla og Jónatan Magnússon þjálfari KA munu stýra æfingum fyrir allan aldur grunnskólakrakka á Húsavík.

Völsungur hefur verið með æfingar fyrir 5. – 8. flokk karla og kvenna og hefur Heiða Elín Aðalsteinsdóttir haldið utan um starf Völsungs í handbolta.

Það er von HSÍ að krakkarnir á Húsavík fjölmenni á æfingarnar, segir í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands.

19. september;kl.12-13.30, æfingar fyrir 7. -10. bekk öll kyn,

Kl.13.30-15.30, æfingar fyrir 1.-6. bekk, öll kyn

20. september; Kl.10 -11.30 æfingar fyrir 1.-6. bekk öll kyn,

Kl.11.30-13.00 æfingar fyrir 7.-10. bekk öll kyn

Hægt er að fylgjast með handboltastarfi Völsungs á eftirfarandi slóð:

https://www.facebook.com/handboltivolsungur/

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Selfossliðið styrkist

Kvennaliði Selfoss í Grill 66-deildinni hefur borist liðsstyrkur fyrir átökin sem hefjast þegar heimilt verður að keppa á ný á Íslandsmótinu í...

Viltu vera með?

Frá og með deginum í dag geta lesendur handbolta.is greitt fast mánaðarlegt framlag til að efla starfsemi hans. Hægt er að greiða...

KA/Þór fékk ítalskt lið

KA/Þór leikur við ítalska liðið Jomi Salerno í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna en dregið var í morgun. Jomi Salerno var...
- Auglýsing -