Handboltinn okkar: Allt um átta liða úrslitin

Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klakastúdíóið sitt í gærkvöldi og tóku upp sinn þrítugasta og níunda þátt á þessu tímabili. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson.


Í þætti dagsins fóru þeir yfir 8-liða úrslitin í Olísdeild karla þar sem þeir voru heldur betur ekki ánægðir með frammistöðu Stjörnumanna og fannst þeim hún endurspegla leik liðsins í vetur þar sem þeir hafa hreinlega ekki verið að standa undir væntingum að þeirra mati.


Þá völdu þeir BK leikmenn einvíganna og munu svo setja af stað kosningu á samfélagsmiðlum sínum um það hvaða leikmaður er BK leikmaður 8-liða úrslitanna. Þeir leikmenn sem koma til greina eru Ólafur Gústafsson KA, Arnór Viðarsson ÍBV, Magnús Óli Magnússon Val og Hergeir Grímsson Selfossi.


Þeir félagar spáðu svo í spilin fyrir undanúrslitin þar sem þeir spá því að Valur og ÍBV sigra einvígin og leika til úrslita.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -