- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Breiddin er að aukast – Svíar verða Evrópumeistarar

Þrítugasti og fjórði þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í gærkvöld. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Gestur Guðrúnarson, Jói Lange og Arnar Gunnarsson.


Í þætti dagsins fóru þeir yfir leik Íslands og Noregs um fimmta sætið þar sem að Noregur hafði betur eftir framlengingu. Þeir félagar voru ánægðir með baráttuna í íslenska liðinu og voru virkilega ánægðir með að liðið skyldi aldrei gefast upp. Þeir voru sáttir með framlag leikmanna í leiknum og voru sérstaklega hrifnir af Janusi í leiknum og völdu hann sem BK leikmann leiksins.
Þeir voru heilt yfir ánægðir með gengi liðsins á þessu móti og að nokkrir leikmenn liðsins sýndu að þeim er vel treystandi til þess að koma inná og leysa af í 10-15 mínútur og að Guðmundur Guðmundsson þurfi ekki að vera hræddur við að hreyfa við mannskapnum.


Þá ræddu þeir aðeins úrslitaleikinn sem er framundan og voru sammála því að það yrðu Svíar sem myndu standa uppi sem sigurvegarar að þessu sinni.
Þá tilkynntu þeir um þann sem fékk BK gjafabréf í getraunaleiknum en að þessu sinni var það Árni Rúnar, formaður handknattleiksdeildar Þórs sem vann gjafabréfið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -