- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Farið yfir leiki 8. umferðar – hasar í Grillinu – breyta þarf bikarkeppninni

- Auglýsing -

Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp sautjánda þátt vetrarins. Umsjónarmenn að þessu sinni voru Jói Lange, Arnar Gunnarsson og Gestur Guðrúnarsson.


Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 8.umferð Olísdeildar karla auk þess að velja Klakaleikmenn leikjanna. Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss), Darri Aronsson (Haukum), Birkir Benediktsson (Aftureldingu) og Leonharð Þorgeir Harðarson (FH).


Þá fóru þeir aðeins inná málin í Grill66-deild karla þar sem var hiti í mönnum í Austurbergi. Þeim félögum fannt kæra ÍR-inga, sem síðar var dregin til baka, nokkuð athyglisverð. Þeir voru sammála um að viðbrögð manna fyrir vestan hafi ekki vera til fyrirmyndar ef satt reynist að styrktaraðilar ÍR hafi fengið símtöl að vestan.


Að lokum fóru þeir yfir dráttinn í Coca-Cola bikar karla, sem fram fór í gær. Umsjónarmönnum þykir að breyta þurfi reglunum þannig að úrvalsdeildarliðin komi inní 16-liða úrslitum og neðri deildar liðin keppi um það að komast þangað inn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -