Handboltinn okkar: Skammt stórra högga á milli

Það er stutt á milli þátta hjá þeim félögum Jóa Lange og Gesti í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar sem sendu frá sér nýjan þátt í gærkvöld. Að þessu sinni fóru þeir yfir gang mála í 9. umferð í Olísdeild karla.

Þeir félagar vilja gera meiri kröfur á nokkra leikmenn í Olísdeildinni en meðal þeirra eru Karolis Stropus og Björgvin Páll Gústavsson sem verða að sýna betri frammistöðu inná vellinum að þeirra mati.

Einnig fóru þeir yfir ástandið á Hlíðarenda þar sem markmenn félagsins virðast vera rúnir sjálfstrausti og svo eru sögusagnir um það að Geir Sveinsson sé á sveimi á Hlíðarenda. Þeir félagar veltu því fyrir sér hvort Geir væri í fasteignarhugleiðingum eða að reima á sig þjálfaraskóna. 

Þá völdu þeir þá leikmenn sem koma til greina sem BK leikmaður 9.umferðar en þeir leikmenn sem koma til greina eru: Egill Magnússon (FH), Tandri Már Konráðsson (Stjörnunni), Jovan Kukobat (Þór Ak.), Arnór Freyr Stefánsson (Aftureldingu), Áki Egilsnes (KA) og Þorgrímur Smári Ólafsson (Fram).

Þar að auki fóru þeir yfir leik ÍBV-HK í Olísdeild kvenna og fóru yfir þá leikmenn sem koma til greina sem BK leikmaður 9. umferðar í Olísdeilld kvenna en það eru: Steinunn Björnsdóttir (Fram), Selma Þóra Jóhannsdóttir (HK), Annika Friðheim Petersen (Haukum) og Helena Rut Örvarsdóttir.

Hægt er hlusta á þáttinn á hlekknum hér fyrir neðan.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -