Handboltinn okkar: Undanúrslit Olísdeildar karla og kvenna – vilja stefnu frá HSÍ

Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu út fertugasta þátt vetrarins í gærkvöld.


Í þættinum fóru þeir yfir fyrstu leikina í undanúrslitunum í Olísdeild karla þar sem að þeim þykir vera eitthvert andleysi yfir liði Hauka sem þeim líst ekki nægilega vel á. Þá voru þeir sammála um að Valur væri einfaldlega of stór biti fyrir Selfoss.


Þá kíktu þeir á úrslitakeppnina í Olísdeild kvenna þar sem þeir rýndu í undanúrslitin. Gestur spáði því að KA/Þór og ÍBV myndu leika til úrslita í vor og þá hófust miklar pælingar með það hvenær það hefði gerst síðast að hvorki Fram né Valur væri í úrslitarimmunni. Þáttastjórnendum segir sá hugur að það væri líklega tímabilið 2007/2008 sem það hefði gerst en þó sagt án ábyrgðar.


Undir lok þáttar fóru þeir svo aðeins yfir ársþing HSÍ þar sem mesti tíminn fór í að ræða útbreiðslustarf og þeir félagar vilja sjá skýrari stefnu hjá HSÍ í þeim málum að breiða út íþróttina í ný bæjarfélög.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -