- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handagangur í öskjunni í öðrum sigurleik Berserkja

Þjálfari Berserkja og leikmenn ráða ráðum sínum. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Berserkir unnu ævintýralegan sigur á ungmennaliði Vals í Grill66-deild karla í handknattleik í Víkinni í gærkvöld, 28:27, en staðan í hálfleik var 15:13. Nokkur handagangur í öskjunni var á síðustu sekúndum leiksins.


Tólf sekúndum fyrir leikslok og í jafnri stöðu, 27:27, brást leikmanni Berserkja bogalistin í vítakasti. Leikmenn Vals sneru vörn í sókn og sóttu hratt fram leikvöllinn enda mikið í mun að nýta sekúndurnar sem eftir voru til þess að skora sigurmarkið. Ekki tókst betur til en svo að skref voru dæmd á einn Valsarann. Hann lagði ekki knöttinn frá sér í samræmi við reglurnar, að mati dómaranna. Upp úr þessu varð þvarg sem lauk með að dómararnir gáfu leikmanni Vals rautt spjald. Ekki nóg með það heldur fengu Berserkir vítakast í kjölfarið. Þorra Starrasyni urðu ekki á nein mistök í vítakasti. Hann skoraði af öryggi og innsiglaði sigur Fossvogsliðsins.


Þetta var annar sigur Berserkja á keppnistímabilinu í Grill66-deildinni. Berserkir eru venslafélag Víkings og komu þeir í fyrsta sinn í deildina í haust eftir að Víkingur tók sæti í Grill66-deildinni í framhaldi af ákvörðun Kríu að draga lið sitt úr keppni í Olísdeildinni.


Tryggvi Garðar Jónsson reyndist Berserkjum erfiður í leiknum. Hann skoraði 13 mörk fyrir ungmennalið Vals.


Mörk Berserkja: Marinó Gauti Gunnlaugsson 9, Þorri Starrason 7, Bjartur Heiðarsson 5, Ari Freyr Jónsson 2, Arnar Már Ásmundsson 2, Kristófer Snær Þorgeirsson 2, Magnús Hallsson 1.

Mörk Vals U.: Tryggvi Garðar Jónsson 13, Þorgeir Arnarsson 5, Jóel Bernburg 2, Breki Valdimarsson 2, Erlendur Guðmundsson 2, Viktor Andri Jónsson 1, Tómas Sigurðsson 1, Ísak Logi Einarsson 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -